Vorið á næstu grösum.

Jæja, þá eru páskarnir liðnir og gestirnir farnir, tíminn fljótur að líða þegar það eru gestir og frí.

Hér var mikið fjör, krakkarnir glaðir að fá ömmu og afa í heimsókn.

DSC01420

DSC01327

Á skýrdag vorum við Hellubúar boðnir í fermingarveislu hjá Halldóri Skyldi Ólasyni, besti vinur hans Bjarna Vals sem býr í Kópavogi. Fyrir utan það að vera besti vinur hans Bjarna þá er hann líka hálfbróðir hennar Lillian "litlu" frænku, svona er heimurinn lítill. Bjarni og Halldór kynntust stuttu eftir að við fluttum á Hellu, þá voru Halldór og hans fjölskylda líka nýlega flutt á Hellu. Þegar þeir voru byrjaðir að leika sér saman á nánast hverjum degi þá bauð ég mömmu hans Halldórs inn í kaffi í eitt sinn sem hún kom til þess að sækja Halldór (drengirnir voru 4 og 5 ára þá). Við mæðurnar fórum að spjalla saman, ég var að segja frá því að við værum nýlega flutt til landsins frá Danmörku og þá segir hún mér að maðurinn hennar eigi dóttur í Danmörku í Hirtshals, þá verð ég að sjálfsögðu mjög forvitin og segi henni að ég hafi nú búið þar í þó nokkur ár og þá kemur upp úr kafinu að það er Lillian "litla" sem er dóttir hans og þar með hálfsystir hans Halldórs.

DSC01286

Halldór Skjöldur ferminga töffari.

DSC01287

María Björk (Halldórsmamma) með litlu systur Báru Björk.

DSC01307

Valdís María dansar í fermingarveislunni.

Amma og afi notuðu bæjarferðina og heilsuðu upp á systkini hans afa í stórborginni

Svo á Föstudaginnlanga buðum við Gumma ætt í páskaboð (jæja ekki allri ættinni, bara systkinum og þeirra börnum) Afi og Gyða komust því miður ekki. Þá var líka þvílíkt stuð alveg fram á kvöld, Matta Mæja með stanslaus skemmtiatriði eins og henni einni er lagið, Ömmu Dísu fannst hún nú ansi lík 8 ára frænku sinni þegar hún var á fjórða ári, alveg fyrirtaks stjórnandi og frumkvöðull :-)

DSC01316

Frænkur í stuði

DSC01320

Matthildur María stjórnar borðhaldi.

DSC01321

Alltaf að fíflast, hefur ekki náðst af honum eðlileg mynd í nokkur ár :-)

Páskadag var að sjálfsögðu búið að fela nokkur páskaegg og voru þau vel falinn í ár, tók næstum því klukkutíma að finna þau enda entust þau í nokkra daga. Seinna páskadag komu Ebba og Ási í heimsókn, með Hinrik Inga og Mattías Björgvin. Gaman að hitta þau sætir og duglegir strákarnir þeirra.

Á annan í páskum fóru Amma og afi svo í bæinn og þaðan til Önnu Mæju, systir hennar Ömmu Dísu sem býr í Keflavík.

Eftir að páskafríinu lauk var foreldrum barna í þriðja bekk boðið í Sirkus HókíPókí, Mjög flott fjölleikasýning með alskyns furðuverum og dýrum Tounge

DSC01422

Sirkusfólkið

Hér voru svo allir komnir í þvílíkt vorstuð, við vorum byrjuð á því að láta rífa þakið af húsinu og mála timbur í nýjan þakkant þegar við vöknuðum upp við vondan draum (vorið var vís ekki alveg komið). Sunnudags morgunn þegar við fórum á fætur var næstum því 1/2 metir af snjó sem hafði kyngt niður um nóttina. Þannig að allar framkvæmdir voru stopp og við bara vonum að ekki fari að leka inn um hálf lausa þakið okkar.

DSC01434

Sunnudagur 13. apríl, við bara héldum að jólin væru komin aftur :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey!!! Afhverju er ekki mynd af mér á þessari páskafærslu? Var ég ekki nógu sæt?? HA?

Kristín Birna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband