Jæja jæja jæja

Er ekki bara komin tími á smá fréttir.

Það hefur verið nóg að gera í gróðrastöðinni og ekki mikill tími til að hanga fir tölvuni :-)

Það er að frétta úr gróðurhúsinu að uppskeran var alveg til fyrirmindar þrátt fyrir að ræktun ekki var hafinn af fullum krafti fyrr en um miðjan júni. Gúrkurnar urðu alveg risavaxnar, salatið búið að spretta eins og illgresi og nú erum við byrjuð að uppskera helling af risastórum rauðum tómötum. Vínviðurinn óx vel í sumar en engin ber, vonandi næsta sumar.

Annars er það að frétta að hér eru búnar að vera stanslausar afmælisveislur (nei bara bekkjaafmæli og smá gróðurhúsapartý:-) og á fimmtudaginn höldum við hjónin til Parísar í afmælisreisu. Greta og Peder góðir vinir okkar í Danmörku ætla að hitta okkur í París og vera með okkur þar í 5 daga. Afi Bjarni ætlar að flytja á Hellu á meðan og sjá um uppeldið :-) Bara spurning hver elur hvern Devil haha.

Valdís María hefur mestar áhyggjur af því hvort afi hennar kunni einkvað fyrir sér í eldamennsku, þessi elska sem alltaf borðar svo mikið, vonandi lifir hún af þó hún fái ekki 4 **** Michelín mat á hverju kvöldi eins og vanin er á okkar heimili, haha grjónagrauturinn ala mamma (1944) reddar því nú alltaf.

Jæja ekki munu myndir fylgja frásögn kvöldsins, en í næstu viku verða kannski fréttir og myndir frá París ef við sleppum heim aftur (léleg frönsku kunnátta gæti kannski komið okkur í vandræði hver veit)

Bless í bili, ein ný orðinn 28 l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband