23.12.2007 | 04:23
NY
Komnar myndir frá NY í albúm.
Rosa gaman allt búið að ganga mjög vel og mikið búið að skoða.
Líka búið að sjoppa allt fyrir jólin.
Nú fer bara að koma að því að stinga risa kalkúninum í ofnin :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2007 | 18:46
Jólakveðjur.
Jæja þá er alveg að koma að því, við erum að fara til USA á morgunn, hoho. Mikil spenna í gangi en allt orðið tilbúið og nú er bara að bíða. Við fljúgum kl. rúmlega fjögur og lendu um fimmleitið að bandarískum tíma. Lendum á JFK og verðum í N.Y. í 3 daga. Ætlum að skoða frelsisstyttuna og Impaier State bylding og hver veit kannski skellum við okkur á söngleik ef tækifæri gefst, við verðum á hótelli á Brodway þannig að það verður alla veganna ekki langt að fara. Svo fljúgum við til Detroit þann 20.12 og förum til Kristínar og Kalla í Ann Arbor þar munum við svo vera til 27.12. en þá förum við öll til Boston þar verðum við á einhverju glæsi hótelli http://doubletree1.hilton.com ef ykkur langar að skoða það. 1.1.2008 fljúgum við svo heim aftur en lendum ekki á Keflavík fyrr en um morguninn 2.1.2008. Við óskum öllum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsælt komandi ár, hver veit kanski kemur inn blogg frá Ameríkunni með jólamynd af fjölskyldunni. Vona að allir hafi það sem best um jólin við ætlum alla vegana að hafa það skemmtilegt. Jólakveðjur fjölskyldan á Ártúni 3 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 10:35
Afmæli.
Jæja þá er búið að halda uppá afmæli húsbóndans á heimilinu.
Mikið fjör. Afi og Gyða komu svo komu Matti og Sara með Ellu sprellu og Gabríel.
Elli og Anna voru líka með sín "börn" þannig að hér var fullt hús. Borðuðum humar sem Gummi keypti í haust þegar hann fór með Bjarna á körfuboltamót á Höfn í Hornafyrði og svo gæs sem hann veiddi í haust. Alt voða lekkert.
Afmælisbarnið fékk þessi líka glæsilegu kerti frá Valdísi Maríu, henni fannst það svo viðeigandi þar sem við erum alvega að fara til Bandaríkjanna og þar talar maður ensku (fræddi hún mömmu sína um ) Fleiri myndir úr veislunni í myndaalbúmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 21:28
Kisurnar okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 21:01
Loksins loksins !!
Einhverjar kvartanir hafa borist fjöldskyldunni um að ekki væri nóg um nýjar fréttir hér á blogginu. En svona er þetta nú bara svosem ekkert merkilegt að gerast, lífið gengur bara sinn vanagang með vinnu, skóla, borða og sofa. En um daginn var nú smá uppákoma, enn einn ránfuglinn fékk gistingu og mat á dýralæknastofuni. Vakti hún mikla lukku hjá bæði stórum og smáum. En svo dó hún því miður nokkrum dögum seinna. En svona er þetta nú og þýðir ekki að fást um það. Hún hafði víst flogið á einkvað og náði sé ekki aftur. Einn laugardaginn fóru Bjarni Valur, Valdís María og Gummi í skólann í laufabrauðs- og piparkökubakstur (mamman upptekin í vinnu) En þar sló pabbinn algjörlega í gegn hjá öllum mömmunum sem voru mættar á svæðið, sérstaklega voru þær hrifnar af hversu klár hann var í laufabrauðsskurðinum Annars er nú bara verið að jólaskreyta svona smá. Verður ekkert mikið í ár þar sem við förum jú til USA bráðlega, en smá skraut verðum við nú að hafa. Já það eru bara tvær vikur til brottfarar og spennan stígur frá degi til dags og það styttist í að töskurnar verði teknar fram og byrjað að pakka júbííí. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)