Skjálfandi dagar :-)

Jæja Suðurlandið skelfur aldeilis þessa dag.

Við vorum heppnari núna en síðast (þó að maður finni til með Selfyssingum og Hvergerðingum) þá erum við mjög ánægð með ekki að hafa fengið sömu útreið og í 2000.

Alt í góðu lagi hjá okkur ekkert brotið né bramlað og allir hressir.


Afmælisgjöfin kom snemma í ár !

Jæja aldeilis var ég nú hissa þegar ég kom heim úr vinnunni í dag, planið fullt af bílum og fólki sem var einkvað að basla. Ekki datt mér í hug að afmælisgjöfin kæmi svona snemma í ár, enda afmælið ekki fyrr en í september.

En eins og Kristín segir hvað er varið í að fá gróðurhús í september.

Geðveikt flott, hlakkar mikið til að fá að gróðursetja í því á næstu vikum þegar húsbóndinn handlagni er búinn að koma því í réttar horfur á réttum stað :-)

DSC01523

Svona mun það líta út þegar það er komið upp :-)

 

DSC01526

Svona lítur það út við uppsetninguna !! Ekki amalegt.

Elsku þið öll sem tókuð þátt í þessu, kærar þakki, svo kíkið þið í heimsókn og fáið heimaræktað salat seinnipart sumars Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband