Útilega og veiðiferð.

Ætla að smella inn nokkrum myndum úr útilegu og veiði ferð okkar sem farin var síðastliðnu helgi.

Eins og áður sagt þá ver veðrið alveg yndislegt og ferðin skemmtileg.

Bjarni Valur veiddi sinn fyrsta fisk á flugu og var bara orðinn ansi klár á flugustöngina þannig að hann þarf að komast í að æfa sig meira.

Við konurnar vorum mest í "leti" samt alltaf nóg að gera skoðuðum umhverfið, sáum um að allir fengu að borða, alveg ótrúlegt hvað fólk er svangt í svona útilegu Cool.

Svo skelltum við okkur í sund á Stykkishólmi, rosa fín laug. Lékum okkur í læknum og létum okkur líða vel í sólinni.

DSC01541

Bjarni og Halldór á ljónsbaki, fleirri myndir í albúmi.


Myndir úr gróðurhúsinu.

Jæja þá er búið að smíða gólf og gróðursetja heilan helling.

Keyptum vínvið, 2 tómatplöntur, 2 gúrkuplöntur, eina paprikku  og slatta af salati.

Svo var búið að sá út basil og origanó, einnig er ég með tvær einhverjar fléttur sem eru góðar í salat. Við erum nú þegar byrjuð að tína af og borða af salatinu, ruccola, rautt og grænt salat voðalega gorr.

Það besta er að fyrir utan allan gróðurinn er búið að setja upp borð og stóla þannig að hægt er að tilla sér og njóta gróðursins, það liggur við að hægt´sé að sjá gúrku og tómatplönturnar vaxa.

IMG_4569

IMG_4572

Gróðurhúsið í kvöldsólinni.

IMG_4578

Grænar baunir byrjaðar að gægjast upp Grin

IMG_4570

Kryddjurtir og "fléttan"

IMG_4573

Vínviðurinn.

Við erum í sumarfríi eins og er og njótum þess í góða veðrinu að dunda okkur heima við. Fóru í útilegu síðastliðna helgi. Leigðum tjaldvagn og fórum á Snæfeldnes í veiðiferð vorum við Hraunfjarðarvatn alveg yndislegt, sól og blíða allan tíman. Fórum þrjár fjölskyldur saman, Anna og Elli og börn og María og Óli og börn, þannig að það var mikið húllum hæ og nokkrir fiskar W00t

Gummi er farinn í aðra veiðiferð með Ella, þeir fóru í veiðivötn, myndavélin fór með þannig að myndir úr útilegunni verða í næsta bloggi.


Gróðurhúsið komið upp

Jæja þá hafðist það Grin gróðurhúsið komið upp.

 

DSC01533

Óli að glerja

DSC01535

Verið að spá og spekulera.

Svo á alveg eftir að taka myndir af öllum herlegheitunum, geri það þegar ég er búinn að innrétta.

Bjarni Valur farinn að vinna í sveitinni, fyrsti dagur í dag og drengurinn mjög ánægður. Vonum bara að hann standi sig vel og sé duglegur :-)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband