Færsluflokkur: Bloggar
2.11.2007 | 11:29
Gestabókin.
Það væri nú gaman ef þeir sem heimsækja bloggið okkar vildu skrifa línu í gestabókina.
Og til vores venner í udlandet, saa ville det være sjovt hvis i skriver í "gæstebogen" det er den der hedder Gestabók :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 20:50
Í tilefni Halloween
Úi í Ameríkuni er víst Halloween um þetta leiti. Bjarna Val langar svo að upplifa halloween, hann segir að öskudagurinn sé "lame".
En við setjum inn nokrar gamlar "Halloween/öskudagsmyndir"
En fyrst tvær alvöru Halloween drotningar í Kanada (Rebekka og Sunna)
Og svo Bjarni og Valdís 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 17:04
Fyrsti snjórinn
Jæja þá er fyrsti snjór veturinns lentur á Hellu, auðvita drifu krakkarnir sig út og bjuggu til snjókarla og nýtísku snjóhús (mjög mínímalistískur stíll á því) Valdís og verðirnir Í upphafi verksins. Stubbur og vinur hans Kubbur Allir krakkar í nágrenninu mættir á svæðið. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 17:54
Loksins smá fréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 19:55
Feðgar í körfuboltaferð
Það var nú frekar rólegt í kotinu um helgina, feðgar fóru til Hafnar á Hornafyrði. Þar var körfuboltamót hjá Bjarna Val, var lagt af stað klukkan 8 laugardags morgunn og ekki komið heim fyrr en laust fyrir klukkan 19.00 sunnudags kvöld. Var ferðin hin skemmtilegasta þó svo að Heklu ekki tókst að vinna leikina sína. Á heimleiðin var stoppað við Jökulsáalón og teknar nokkrar myndir. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 23:17
Myndir úr afmælisveisluni
Jæja. Aldeilis búið að vera fjör í dag.
Fyrst allur bekkurinn og nokkur aukabörn í veislu í tvo tíma og svo nokkrir aðeins rólegri tímar með eldri gestum, allt mjög gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 22:44
Afmælisveisla
Jæja allir eru á fullu að undirbúa 8 ára afmælið sem verður haldið á morgunn.
Búið að baka nokkrar tegundir, afmælisbarnið búið að leggja á borð, taka til og skreyta.
Svo hlakkar okkur bara til að sjá bekkjarfélagana og vonandi einhvað af fjölskyldumeðlimum og vinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 20:29
Vestmannaeyjaferðin.
Jæja við fórum til Eyja um helgina. Lögðum af stað laugardagsmorgun, flugum frá Bakka í lítilli 8 manna flugvél, mikið stuð.
Lentum í góðu veðri og fórum beint í sprönguna þar sem allir sýndu stórkostleg tilþrif (sjá myndir).
Svo var farið í hellaskoðun og gönguferð um bæinn, restin af deginum eyddum við í að heimsækja ættingjana.
Þegar kvölda tók og myrkrið var komið fórum við að sjálfsögðu í lundapysjuferð, við fundum eina pysju, (en sem betur fer var ástandið nú samt betra en í fyrra og var búið að finna einhverjar 500 pysjur nóttina áður). En þegar við vorum búinn að finna eina voru yngstu fjölskyldumeðlimirnir ornir það þreyttir að þeir nenntu þessu ekki lengur, enda komið fram yfir miðnætti.
Daginn eftir var svo aftur farið að spranga áður en við ætluðum að sleppa pysjunni, og þegar við vorum að koma úr sprönguni fundum við fýlsunga sem var lentur og gat ekki komist á loft aftur. Bjarni valur hljóp hann uppi og handsamaði hann, þrátt fyrir mikil mótmæli og ælugang. Svo fundum við kassa og tróðum honum í, löbbuðum út á eyði og slepptum honum. (Sjá myndir
Þarnæst var svo pysjan sótt hjá ömmu og farið með hana í vigtun á fiskasafninu, þar eftir fórum við aftur út á eyði og slepptum henni, það var svo mikill hamagangur að ná henni úr kassanum og sleppa að við gleymdum að taka myndir.
Áður en við fórum heim var farið á rúntinn með Matthildi frænku, keyrt bæði út á gamla- og nýja hraun. Eftir það var farið í sprönguna í síðasta sinn í þessari ferð, svo var bara haldið heim á leið með ennþá minni flugvél 4 manna rellu og Bjarni fékk að sitja hjá flugmanninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 20:53
Lundapysjuferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)