Kisurnar okkar

Leti kettir 015

Algjör svefn purka Þessi

Leti kettir 026

Og sofa bara allan daginn

Leti kettir 022

Hey you viltu dansa


Loksins loksins !!

Einhverjar kvartanir hafa borist fjöldskyldunni um að ekki væri nóg um nýjar fréttir hér á blogginu. En svona er þetta nú bara svosem ekkert merkilegt að gerast, lífið gengur bara sinn vanagang með vinnu, skóla, borða og sofa.

En um daginn var nú smá uppákoma, enn einn ránfuglinn fékk gistingu og mat á dýralæknastofuni.

Ugla og Fálki 003

Ugla og Fálki 002

Vakti hún mikla lukku hjá bæði stórum og smáum. En svo dó hún því miður nokkrum dögum seinna. En svona er þetta nú og þýðir ekki að fást um það. Hún hafði víst flogið á einkvað og náði sé ekki aftur.

Einn laugardaginn fóru Bjarni Valur, Valdís María og Gummi í skólann í laufabrauðs- og piparkökubakstur (mamman upptekin í vinnu) En þar sló pabbinn algjörlega í gegn hjá öllum mömmunum sem voru mættar á svæðið, sérstaklega voru þær hrifnar af hversu klár hann var í laufabrauðsskurðinum Wink 

Annars er nú bara verið að jólaskreyta svona smá. Verður ekkert mikið í ár þar sem við förum jú til USA bráðlega, en smá skraut verðum við nú að hafa. Já það eru bara tvær vikur til brottfarar og spennan stígur frá degi til dags og það styttist í að töskurnar verði teknar fram og byrjað að pakka júbííí.


Bloggfærslur 3. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband