10.9.2007 | 20:29
Vestmannaeyjaferðin.
Jæja við fórum til Eyja um helgina. Lögðum af stað laugardagsmorgun, flugum frá Bakka í lítilli 8 manna flugvél, mikið stuð.
Lentum í góðu veðri og fórum beint í sprönguna þar sem allir sýndu stórkostleg tilþrif (sjá myndir).
Svo var farið í hellaskoðun og gönguferð um bæinn, restin af deginum eyddum við í að heimsækja ættingjana.
Þegar kvölda tók og myrkrið var komið fórum við að sjálfsögðu í lundapysjuferð, við fundum eina pysju, (en sem betur fer var ástandið nú samt betra en í fyrra og var búið að finna einhverjar 500 pysjur nóttina áður). En þegar við vorum búinn að finna eina voru yngstu fjölskyldumeðlimirnir ornir það þreyttir að þeir nenntu þessu ekki lengur, enda komið fram yfir miðnætti.
Daginn eftir var svo aftur farið að spranga áður en við ætluðum að sleppa pysjunni, og þegar við vorum að koma úr sprönguni fundum við fýlsunga sem var lentur og gat ekki komist á loft aftur. Bjarni valur hljóp hann uppi og handsamaði hann, þrátt fyrir mikil mótmæli og ælugang. Svo fundum við kassa og tróðum honum í, löbbuðum út á eyði og slepptum honum. (Sjá myndir
Þarnæst var svo pysjan sótt hjá ömmu og farið með hana í vigtun á fiskasafninu, þar eftir fórum við aftur út á eyði og slepptum henni, það var svo mikill hamagangur að ná henni úr kassanum og sleppa að við gleymdum að taka myndir.
Áður en við fórum heim var farið á rúntinn með Matthildi frænku, keyrt bæði út á gamla- og nýja hraun. Eftir það var farið í sprönguna í síðasta sinn í þessari ferð, svo var bara haldið heim á leið með ennþá minni flugvél 4 manna rellu og Bjarni fékk að sitja hjá flugmanninum.
Athugasemdir
Æðisleg síða, gott að við getum fengið að fylgjast með fallegustu systkinunum á Hellu!!
Koss frá KBB
Kristín Birna (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.