Valdís skrifar blogg dagsins

Heart

hæ aftur er ekki búið að vera óveður í nokkra daga og á föstu daginn sló öll Hella út en mikið fjör á öllum og mikið að gera hjá öllumAngryHeartInLovesvona gerðist hjá Bjarna og Valdís er búin að vera að syngja við erum tvær úr tungunum í minnsta kosti 5 dagaWinksumir soltið leiðir á því lagi enn sjáum kvað settur

 

kveðja hellu búarSmile

Videó Valdís 031


Öskudagur og snjór.

Valdís var steinaldakona og Bjarni paunkari enn Olga var bara!!!kokkur og Gummi bara!!! dýralæknirFrownenn rosa fjör og fullt af nammi.

Núna er búinn að vera snjór í 3 vikur, er að vísu búið að rigna smá inn á milli en samt ekki nóg til þess að snjórinn hverfi. Þannig að það er líka fjör úti að renna sér og að byggja snjóhús.

Myndir af bæði snjó og furðulegu fólki í albúminu.


Ferðasaga

Komin tími til að segja aðeins frá Ameríkuferðinni.

Jæja, það hefur verið nóg að gera eftir að við komum heim og ekki gefist tími til að sitja við og skrifa og leggja inn myndir.

En nú er kominn helgi eina ferðina enn og þá er tilvalið að setja inn smá ferðasögu.

Við byrjuðum í New Yourk. Vissum nú ekki alveg hvað gera skyldi þegar við lentum, í anddyrinu á flugstöðinni var slatti af fólki að bjóða allskonar ferðir inn í miðborg, við fórum með rútu, því við vissum ekki hversu langt var á hótelið og hvað það myndi kosta að taka leigubíl, það kom svo í ljós seinna meir að það hefði sennilega kostað álíka mikið að fara með leigubíl, en það var gaman að fara smá rúnt og keyra að stórborginni svona að kvöldi til.

Hótelið sem við vorum á í N.Y. var á Brodway á Manhattan mjög nálægt miðbænum, það var nú ekki merkilegt, en samt mjög huggulegt, og það var allaveganna ekki kalt í herberginu, það var þvílík kynding og engin hitastillir á ofninum, við fengum hótelstarfsmann til að reina að lækka hitan en það virkaði nú ekki mikið en okkur var allarvegana ekki kalt J

Fyrsta daginn var farið á fætur um 8 leitið allir alveg eld hressir, við mæðgurnar fengum okkur morgunmat á hótelinu, en strákarnir horfðu á sjónvarpið og hvíldu sig. Um 10 leitið fórum við svo á flakk við, við vorum á hótelli nálægt Central Park og fórum á Park Avenu og gengum meðfram garðinum, keyptum okkur dounut og kaffi hjá götusala.

Þegar nóg var komið af labbi tókum við Taxi og fórum að Impaire Stae bylding, þar keyptum við svona túrista passa, miða inn í Impaire, tveggja daga miða í túristarútur sem keyra um allt N.Y. og líka hafnarsiglingu sem meðal annars innibar mjög gott útsýni að Frelsisstittuni góðu.

Þannig að það var mikið skoðað og flakkað í N.Y. Þar fyrir utan fórum við í leikhús (alveg nauðseinlegt úr því við vorum nú á annað borð á Brodway) Fórum að sjá Mamma Mía, alveg rosa fjör öll bestu Abbalöginn í góðum búningi. Valdís var alveg dolfallinn og rosa hrifinn.

Svo var náttúrulega borðar á hinum og þessum skyndibitastöðum, það er nú alveg saga útaffyrir sig að gera það, það eru miljón hlutir í boði og maður þarf samt helst að vera búinn að ákveða hvað maður vill borða áður en maður kemur inn því allt þarf að ganga svo rosalega hratt, engin tími til að spyrja um neitt eða pæla, bara panta og eta, og svo þegar maður pantar fyrir 4 þá þá muna þeir ekkert hvað maður ætlaði að fá, mikið fjör.

En það má segja að N.Y. búar séu mjög vinalegir og þjónustu viljugir, það sáum við best þegar við komum til Boston, þar var starfsfólk í búðum og á veitingarstöðum ekki nærri því eins vinalegt og kurteist.

Ég get allaveganna mælt með því að heimsækja N.Y. það er alveg einstaklega gaman, margt að sjá, vinalegt fólk, mjög hreinlegt og fallegt, maður finnur ekki fyrir neinni hræðslu eða óöryggi eins og við höfðum kannski ímyndað okkur, bara gaman, kannski örlítið yfirþyrmandi á köflum en mjög góð upplifun.

Eftir  tvo heila daga í The Big Apple var svo haldið á JFK flugvöllinn aftur í þetta sinn með leigubíl eftir nokkur öryggis og vegabréfatékk var svo flogið til Detroit, þar kom Kalli á kagganum og náði í okkur.

Mest at tímanum hjá fjölskyldunni í AnnArbor var varið í að sjoppa Jallir voða duglegir, enda kosta t.d. Levis gallabuxur svona ca. 30 – 40 dollara (1800 – 2300 isl.kr) en samt varð maður nú aðeins að hugsa um eð ekki væri ótakmarkað pláss í töskunum, en allir fengu allaveganna slatta af nýjum fötum. Til að vera nú ekki bara í búðum alla daga fórum við mömmurnar með krakkana í Hands On museum, það er svona vísinda“sýning“ þar sem krakkarnir fá að fikta í öllu og prufa allt, það var mikið stuð fyrir bæði unga sem eldri fjölskyldumeðlimi.

Svo var að sjálfsögðu keypt inn fyrir jólin, stór kalkúnn skyldi það vera, við fórum í Whole Food búð í Ann Arbor, alveg rosalega flott búð, ég hefði nú alveg geta notað nokkra daga þar að skoða vöruvalið, en við vorum með unga aðstoðarmenn sem voru nú ekki alveg á því að vera með einkvað hangs. Kalli og ég völdum einn ca. 6 kg kalkún (það voru allskonar útgáfur og stærðir af fuglum á boðstólnum) sem okkur leist vel á og keyptum svo það sem við töldum þurfa annað í svona veislu. Þegar kom að því að fylla dýrið kom í ljós að þetta var „bara“ bringa á bringubeini, en það kom nú ekki að sök gerðum bara vasa fyrir fyllingu, en það voru að sjálfsögðu enginn læri og vængir, en hvað sem því leið tókst maturinn og aðfangadagskvöld mjög vel í alla staði.

Á jóladag var bara slappað of og svona aðeins byrjað að pakka og taka til, annan í jólum fóru krakkarnir allir í bíó (Begga orðin svo fullorðin að hún gat séð um þau öll) á meðan fullorðafólkið sjoppaði aðeins meira J  eftir bíó var farið á ChubbeeCheas (eða einkvað svoleiðis) en það er matsölustaður þar sem einnig er fullt af leiktækjum og afþreyingu fyrir börn (og fullorðna) þar var svo leikið sér fram að lokun.

27.12. lögðu Kalli og Gummi af stað um 6 leitið því þeir fóru á kagganum til Boston (12 klst. Akstur) en við mömmurnar og börnin flugum frá Detroit til Boston. Vorum voða fín á því og pöntuðum okkur limmósíu og fórum frá AnnArbor með stíl.

Þegar við komum til Boston var haldið beinustu leið á hótellið að tékka inn, við vorum sem betur fer aðeins með eina ferðatösku og kerruna hennar Matthildar, þar sem restin af farangrinum fór í bílinn. Þannig að við vorum snöggar að komast á Hótellið. Þegar við vorum búnar að koma okkur á herbergin var farið í smá labbitúr og út að borða, fórum á kínverskan veitingarstað sem var alveg fínn, bara nokkuð góður matur og þjónustan fín. Svo fengum við reikninginn og lögðum upphæðina plús einhverja dollara í tips, þegar við vorum næstum kominn út kom einn þjóninn hlaupandi á eftir okkur og spurði hvort ekki hefði verið allt í lagi með mat og þjónustu, við játuðum því að þetta hefði verið fínt, og þá heimtuðu þau meira tips sögðu að við ættum að borga einhverja 10 dollara í viðbót sem og við gerðum, en vorum nú samt mjög hissa á þessu öllu.

Karlarnir komu svo á Hótellið um miðnætti og þá var öllum farángrinum ruslað inn á hótellið og farið að sofa.

Næstu dagar voru notaðir til að skoða sig um í Boston, en það verður nú að segjast að þó þetta sé alveg ágætis borg þá var nú miklu skemmtilegra að skoða í N.Y. og Boston búar eru svona frekar stífir og leiðinlegir miðað við New Yourk búa. En við vorum á hótelli rétt við KÍNAHVERFIÐ og stóran almenningsgarð og þar var margt sniðugt að skoða.

Á gamlárskvöld fórum við fjölskyldan í almenningsgarðinn seinnipartinn, þar sem voru allskonar uppákomur og mikið af fólki, klukkan 7 var svo risa flugeldasýning, eftir sýninguna fórum við svo á hótellið og gerðum okkur klár fyrir kvöldið. Þá fórum við á voða flottan humar stað niðri á höfn. Þar fengum við okkur öll forrétt og svo risa humra sem aðalrétt, alveg æðislega góður matur og þjónustan alveg til fyrirmynda, þegar klukkan nálgaðist miðnætti var dreift höttum, lúðrum og hrossabrestum á alla gestina og þegar klukkan sló 00:00 voru mikil læti og fagnaður, þá byrjaði líka flugeldasýning frá pramma úti á sjó, rétt hjá veitingarstaðnum. Og það besta var að tippsið var reiknað inn í verðið þannig að við þurftum ekki að vera hrædd um að verða okkur til skammar JVeitingarstaðurinn lokaði svo uppúr miðnætti og við báðum starfsfólkið um að hringja á leigubíla fyrir okkur, en það voru auðvita fleiri sem voru á leiðinni heim, þannig að við biðum og biðum loksins kom einn bíll, Kristín og Co. Fóru með honum og svo komu bara ekki fleiri  bílar, þannig eru nefnilega reglurnar í Boston að allir staðir eigi að loka kl 01:30 og þá eru auðvita allir á leiðinni heim, við biðum til kl. Að verða tvö þá kom einn bíll og við fórum í hann með tveimur konum sem biðu með okkur og borguðum bara vel fyrir að geta farið svona mörg. Svo þegar við komum á hótellið voru K&K nánast ný kominn, því þeirra leigubílstjóri hafði farið á kolvitlausan stað og þurft að rúnta með þau um langar leiðir. Svo var bara að pakka niður og ganga frá öllu því næsti dagur var heimferðardagur.

Heimferðardagurinn: Við bókuðum okkur út af hótelinu rétt fyrir kl. 12 en áttum ekki að fljúga fyrr en kl 21 um kvöldið. Þetta þurfti auðvita að vera eini dagurinn með skíta veðri, ekta Íslenskt veður slidda og rok, þannig að við fundum okkur innkaupamiðstöð og röltum þar um, ekkert keypt, þetta var svona búðarkjarni með ekta merkjavörubúðum, ekkert nema Boss og einkvað í dýrari kantinum, en það var hlítt og þurrt. Aumingja Bjarni Valur var í strigaskóm og varð ærlega blautur í fæturna, þannig að þegar við lentum á Íslandi næsta morgunn kl ca. 7 þá var hann búinn að vera blautur í fæturna í ½ sólahring og orðinn ansi soðinn og blár, dreymdi bara um að komast heim í fótabað, en þegar við komum heim á Hellu kl. 9:15 þá var hann svo þreyttur að hann sofnaði í sófanum áður en fótabaðið varð að veruleika (aumingja barnið). En þrátt fyrir að öll fjölskyldan var nokkra daga (næstum því viku) að koma sér á réttan kjöl þá má nú alveg segja að þetta var alveg þess virðis. Meira að segja Valdís María aðal gagngrínandi alls sem gert er var sæl og brosandi þótt hún væri þreytt og þá er nú allt í besta máli J

Myndir úr ferðinni eru í myndaralbúmi.

Nýárskveðjur (þó þær séu seinar) frá okur 4 á Hellu


NY

Komnar myndir frá NY í albúm.

Rosa gaman allt búið að ganga mjög vel og mikið búið að skoða.

Líka búið að sjoppa allt fyrir jólin.

Nú fer bara að koma að því að stinga risa kalkúninum í ofnin :-)


Jólakveðjur.

Jæja þá er alveg að koma að því, við erum að fara til USA á morgunn, hoho.

Mikil spenna í gangi en allt orðið tilbúið og nú er bara að bíða.

Við fljúgum kl. rúmlega fjögur og lendu um fimmleitið að bandarískum tíma. Lendum á JFK og verðum í N.Y. í 3 daga. Ætlum að skoða frelsisstyttuna og Impaier State bylding og hver veit kannski skellum við okkur á söngleik ef tækifæri gefst, við verðum á hótelli á Brodway þannig að það verður alla veganna ekki langt að fara.

Svo fljúgum við til Detroit þann 20.12 og förum til Kristínar og Kalla í Ann Arbor þar munum við svo vera til 27.12. en þá förum við öll til Boston þar verðum við á einhverju glæsi hótelli http://doubletree1.hilton.com ef ykkur langar að skoða það. 1.1.2008 fljúgum við svo heim aftur en lendum ekki á Keflavík fyrr en um morguninn 2.1.2008.

Við óskum öllum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsælt komandi ár, hver veit kanski kemur inn blogg frá Ameríkunni með jólamynd af fjölskyldunni.

Vona að allir hafi það sem best um jólin við ætlum alla vegana að hafa það skemmtilegt.

Jólakveðjur fjölskyldan á Ártúni 3 LoL


Afmæli.

Jæja þá er búið að halda uppá afmæli húsbóndans á heimilinu.

Mikið fjör. Afi og Gyða komu svo komu Matti og Sara með Ellu sprellu og Gabríel.

Elli og Anna voru líka með sín "börn" þannig að hér var fullt hús. Borðuðum humar sem Gummi keypti í haust þegar hann fór með Bjarna á körfuboltamót á Höfn í Hornafyrði og svo gæs sem hann veiddi í haust. Alt voða lekkert.

Gummi afmæli 2007 008

Afmælisbarnið fékk þessi líka glæsilegu kerti frá Valdísi Maríu, henni fannst það svo viðeigandi þar sem við erum alvega að fara til Bandaríkjanna og þar talar maður ensku (fræddi hún mömmu sína um ) Fleiri myndir úr veislunni í myndaalbúmiWizard


Kisurnar okkar

Leti kettir 015

Algjör svefn purka Þessi

Leti kettir 026

Og sofa bara allan daginn

Leti kettir 022

Hey you viltu dansa


Loksins loksins !!

Einhverjar kvartanir hafa borist fjöldskyldunni um að ekki væri nóg um nýjar fréttir hér á blogginu. En svona er þetta nú bara svosem ekkert merkilegt að gerast, lífið gengur bara sinn vanagang með vinnu, skóla, borða og sofa.

En um daginn var nú smá uppákoma, enn einn ránfuglinn fékk gistingu og mat á dýralæknastofuni.

Ugla og Fálki 003

Ugla og Fálki 002

Vakti hún mikla lukku hjá bæði stórum og smáum. En svo dó hún því miður nokkrum dögum seinna. En svona er þetta nú og þýðir ekki að fást um það. Hún hafði víst flogið á einkvað og náði sé ekki aftur.

Einn laugardaginn fóru Bjarni Valur, Valdís María og Gummi í skólann í laufabrauðs- og piparkökubakstur (mamman upptekin í vinnu) En þar sló pabbinn algjörlega í gegn hjá öllum mömmunum sem voru mættar á svæðið, sérstaklega voru þær hrifnar af hversu klár hann var í laufabrauðsskurðinum Wink 

Annars er nú bara verið að jólaskreyta svona smá. Verður ekkert mikið í ár þar sem við förum jú til USA bráðlega, en smá skraut verðum við nú að hafa. Já það eru bara tvær vikur til brottfarar og spennan stígur frá degi til dags og það styttist í að töskurnar verði teknar fram og byrjað að pakka júbííí.


Kristín Birna á afmæli í dag !!!

Elsku Kristín, til hamingju með daginn. Við héldum smá veislu í tilefni dagsins, Valdís bakaði smá kökur, lagði á borð og gerði allt svo fínt. Fór meira að segja í sparifötin.

Vonandi var þín veisla og afmælisdagurinn allur eins góður og veislan hennar Valdísar

Fálki á DLM

Smelli svo inn einni af rosa veður rosa dagur :-)

Fjöldskyldumyndir okt-des 06 009

Ó hvað þau eru sætWizard

Hérna er svo sætasti kisi á Hellu (og líka ruglaðasti)

Fjöldskyldumyndir okt-des 06 006


Glæsilegur gestur á Dýralæknamiðstöðini

Eins og myndirnar sýna þá kom fallegur gestur í heimsókn á dýralæknastofuna í fyrradag.

Auðvita vildu allir reina að gefa honum að borða, en það var nú erfiðara en það sýndist.

Hann vildi hvorki kattamat né nautahakk, borðaði bara nautagúllas (kannski svona tregur til að taka það því það var ekki rétta merkið :-)

Fálki á DLM 001

Fálki á DLM 004

Bjarni Valur reyndi að fóðra

Fálki á DLM 005 

Svo reyndi Valdís María

Fálki á DLM 006

Og Íris Helga reyndi en ekkert gekk, ég er alveg viss um að þetta sé mjög glöggur Fálki og að honum hafi fundist verið að svindla á honum með að gefa honum "lélegt" kjöt frá röngum framleiðanda (nefni enginn nöfn ha ha)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband